Dropi í hafi – Una Torfa
MUSIC CREDITS
Song: Baldvin Hlynsson, Halldór Gunnar Pálsson, Una Torfa
Lyrics: Una Torfa
Production and mix: Baldvin Hlynsson
Master: Styrmir Hauksson
Acoustic guitars: Halldór Gunnar Pálsson
Trombones: Jón Arnar Einarsson
Trumpets and electric bass: Tumi Torfason
RADIO CHARTS:
Reached #1 on Rás 2
Reached #1 on Bylgjan
PRESS
Dansað í dynjandi galsa – Tónlist, RÚV
Leyfðu laginu ekki að mygla inni í ísskáp heldur drógu það fram í dagsljósið – Tónlist, RÚV
Sömdu hugljúft ástarlag í miðjum poppstormi
„Þetta er ofboðslega skemmtileg saga, finnst mér,“ segir Una um hvernig lagið kom til. Hún fór nefnilega allt öðruvísi að en hún er vön. Hún, Baldvin Snær og Halldór Gunnar voru í lagahöfundabúðum á vegum Iceland Sync í nóvember 2023. Þetta fyrirkomulag segir hún að sé mjög algengt erlendis og markmiðið er að koma popptónlistarfólki og framleiðendum saman til að semja tónlist.
„Til þess síðan að kynna hana fyrir öðrum listamönnum og sjá hvort einhver vilji kaupa einhver lög. Þetta er svona pop-factory-stemning,“ útskýrir Una. Eins hafi þau fengið tvo reynda Norðmenn til að ræða við um bransann og unnið stíft í þrjá daga.
Þarna voru um 15-20 manns og á hverjum degi var þeim skipt niður í hljóðver, þremur og þremur saman, til að semja lag. „Annan daginn var ég þarna með Halldóri og Baldvini og inni í miðjum poppstorminum langaði okkur að búa til eitt svona íslenskt lag um epík og náttúru og örlagaást á kassagítar.“ Lagið er eins konar óður til íslenskrar náttúru og ástarinnar.
Hugmyndin að laginu segir Una að hafi fæðst verulega hratt. „Þetta var svo skemmtilegt því það voru líka útlendingar með okkur í þessu. Það var fólk frá Póllandi sem kom og var með en við vorum bara þarna þrír Íslendingar lentir saman í hljóðveri þennan dag.“